Um 60 vistmenn í Breiðavík hafa sótt um sanngirnisbætur 1. desember 2010 06:00 Greitt úr málum Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur.fréttablaðið/gva Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira