Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt 26. mars 2010 19:31 Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00