Krefjast ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði 29. september 2010 05:30 Að því er segir á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er eitt helsta hlutverk þjóðgarðsins að gera almenningi kleift að njóta hans í gegnum upplifun og fræðslu. Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir
Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira