Vill að Dagur víki 31. maí 2010 09:53 Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira