Lífið

Waits með tilnefningu

Í frægðarhöllina Tónlistarmaðurinn Tom Waits er á meðal tilnefndra.
Í frægðarhöllina Tónlistarmaðurinn Tom Waits er á meðal tilnefndra.

Tom Waits, Beastie Boys, Bon Jovi og Alice Cooper eru á meðal þeirra sem hafa verið tilnefndir í Frægðarhöll rokksins. Meira en fimm hundruð manns úr bandaríska tónlistarbransanum taka þátt í valinu og verður ákvörðun þeirra tilkynnt í desember.

Athöfnin fer fram í mars á næsta ári í New York. Á meðal annarra tilnefndra voru rapparinn LL Cool J, Neil Diamond, Donovan, og Donna Summer.

Til að vera gjaldgengir í Frægðarhöllina þurfa 25 ár að hafa liðið síðan flytjendur gáfu út sína fyrstu smáskífu. Þess má geta að fyrsta smáskífa Tom Waits kom út árið 1973, eða fyrir 37 árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×