Viðskipti erlent

Andlát setti kaup Intermarket á West Ham í biðstöðu

Andlát Jim Bowe forstjóra Intermarket um síðustu helgi setti fyrirhuguð kaup félagsins á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í biðstöðu. Þetta kemur fram í frétt á BBC um málið.

Hinn 59 ára gamli Bowe var aðalhvatmaður þess að Intermarket fór að undirbúa kaupin sín á West Ham í október á síðasta ári.

David Byrne eigandi Intermarket segir að harmleikurinn, það er andlát Bowe, gæti haft áhrif á hvort félagið gæti mætt kröfum Rothschild bankans um tímamörkin á að sýna fram á fjárhagslegan styrk félagsins til þess að borga 100 milljónir punda fyrir West Ham. Tímamörkin renna út í dag.

„Við erum með besta tilboðið á borðinu," segir Byrne. „Og höfum einnig tryggt fjármagn til leikmannakaupa í glugganum í janúar. Við erum eini aðilinn sem eru tilbúinn að skrifa undir 10 ára skuldbindingu við liðið."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×