Mesut Özil hefur slegið í gegn með Þýskalandi á HM í Suður-Afríku og hann er nú orðaður við bæði Barcelona á Spáni og Inter á Ítalíu.
Þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum í dag. Özil er sem stendur á mála hjá Werder Bremen í heimalandinu en hann hefur áður verið orðaður við Manchester City á Englandi.
Kaupverðið er sagt vera um fimmtán milljónir evra en Özil á sem stendur eitt ár eftir af samningi sínum við Bremen. Hann er 21 árs gamall.