Viðskipti erlent

Náin kynni við svissneska frankann kosta sitt

Fjölmargir Danir líkt og Íslendingar eru með stóran hluta af erlendum lánum sínum í svissneskum frönkum. Vefsíðan börsen.dk fjallar um málið undir fyrirsögninni að kynni við svissneska frankann kosti nú skildinginn. Gengi frankans hefur styrkst um fleiri prósent gagnvart dönsku krónunni á síðustu dögum.

Meðal þeirra atvinnugreina í Danmörku sem hafa mikið af erlendum lánum sínum í svissneskum frönkum er landbúnaðurinn. Eins og við greindum frá hér á síðunni í gærdag eru skuldirnar nú að sliga landbúnaðinn í landinu og eru stjórnvöld að ræða aðgerðir sökum þess.

„Það varð næstum því þjóðaríþrótt að taka lán í svissneskum frönkum," segir gjaldeyrismiðlarinn René Römer hjá fyrirtækinu Formunepleje í samtali við börsen.dk.

Börsen segir að yfirstandandi kreppa hafi að vísu dregið verulega úr lystinni til lántöku en sérstaklega í Austur-Evrópu og á Íslandi liggja enn mikið af lánum í svissneskum frönkum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×