Þingið gefur sér tvö ár til lagaúrbóta 30. september 2010 06:00 atkvæði greidd Allir þingmenn allra flokka greiddu atkvæði með skýrslu þingmannanefndarinnar. fréttablaðið/anton Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012. Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012.
Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira