Sýnir jakka á Lady Gaga-sýningu í París 28. september 2010 07:00 Jakki Veru sem Lady Gaga klæddist fyrir Elton John verður til sýnis í París í október. „Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu," segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir. Bandaríska söngkonan Lady Gaga var í jakka frá Veru þegar hún kom fram á árlegri góðgerðarskemmtun Eltons John í júní. Jakkinn er nú á leiðinni til Parísar þar sem hann verður sýndur á listasýningunni Lada Gaga á Gogo sem hefst 21. október. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en föt og ýmsir aðrir munir sem tengjast þessari vinsælu söngkonu verða til sýnis. Lady Gaga hefur einnig sést í pilsi frá Veru, en það verður ekki á sýningunni. „Hún tók pilsið með sér, þannig að jakkinn verður þarna ásamt flíkum frá rosalega virtum hönnuðum. Það er mikill heiður fyrir mig að komast þarna inn," segir Vera. „Þarna sýna hönnuðir sem ég er búin að líta upp til mjög lengi; Viktor & Rolf og Thierry Mugler. Fólk sem er búið að vera í bransanum árum saman, þannig að þetta er mjög spennandi." Jakkinn sem Vera sýnir var í útskriftarlínu hennar frá Istituto Marangoni-skólanum í London. Hún býr nú í London og ætlar til Parísar á sýninguna. Búist er við að um þúsund manns mæti á opnun sýningarinnar, sem er studd af útgáfurisanum Universal. Lady Gaga kemur fram í París daginn eftir að sýningin hefst og Vera segir að fólk á vegum söngkonunnar hafi séð til þess að hún viti af sýningunni. „Þannig að það er aldrei að vita nema hún mæti," segir Vera. „Það væri gaman, en maður veit aldrei." - afb Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu," segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir. Bandaríska söngkonan Lady Gaga var í jakka frá Veru þegar hún kom fram á árlegri góðgerðarskemmtun Eltons John í júní. Jakkinn er nú á leiðinni til Parísar þar sem hann verður sýndur á listasýningunni Lada Gaga á Gogo sem hefst 21. október. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en föt og ýmsir aðrir munir sem tengjast þessari vinsælu söngkonu verða til sýnis. Lady Gaga hefur einnig sést í pilsi frá Veru, en það verður ekki á sýningunni. „Hún tók pilsið með sér, þannig að jakkinn verður þarna ásamt flíkum frá rosalega virtum hönnuðum. Það er mikill heiður fyrir mig að komast þarna inn," segir Vera. „Þarna sýna hönnuðir sem ég er búin að líta upp til mjög lengi; Viktor & Rolf og Thierry Mugler. Fólk sem er búið að vera í bransanum árum saman, þannig að þetta er mjög spennandi." Jakkinn sem Vera sýnir var í útskriftarlínu hennar frá Istituto Marangoni-skólanum í London. Hún býr nú í London og ætlar til Parísar á sýninguna. Búist er við að um þúsund manns mæti á opnun sýningarinnar, sem er studd af útgáfurisanum Universal. Lady Gaga kemur fram í París daginn eftir að sýningin hefst og Vera segir að fólk á vegum söngkonunnar hafi séð til þess að hún viti af sýningunni. „Þannig að það er aldrei að vita nema hún mæti," segir Vera. „Það væri gaman, en maður veit aldrei." - afb
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira