Samið um rekstur Sólheima út janúar 29. desember 2010 04:15 Sólheimar Deilt hefur verið um framtíð Sólheima í Grímsnesi eftir að ákveðið var að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.Fréttablaðið/pjetur Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. brjann@frettabladid.is Guðmundur Ármann Pétursson Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. brjann@frettabladid.is Guðmundur Ármann Pétursson
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent