Vilja grafa hella og ísgöng í Langjökul 28. september 2010 04:30 Íshellir Hugmyndir eru uppi um að útbúa ísgöng og hella í Langjökli, þar sem þessi mynd er tekin. Fréttablaðið/Vilhelm Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira