Heilluð af Indlandi 3. september 2010 10:00 Una Hlín Kristjánsdóttir tekur þátt í tískuvikunnu í New York. Hönnun hennar hefur slegið rækilega í gegn undanfarið.fréttablaðið/anton Íslensk hönnun hefur slegið í gegn að undanförnu og íslenskir hönnuðir gerðu góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Una Hlín Kristjánsdóttir fékk meðal annars boð á tískuvikuna í New York. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi. „Ég komst í samband við nýtt íslenskt fyrirtæki sem heitir Designers Market, en markmið þess er að koma íslenskum hönnuðum á framfæri í Bandaríkjunum. Þau komu mér í samband við fyrirtækið Nordic New York, sem valdi fjögur tískumerki frá Norðurlöndunum til að sýna á tískuvikunni og ég var þar á meðal," útskýrir Una Hlín sem heldur til New York þann 11. september þar sem hún verður bæði með bás á sölusýningunni og tískusýningu. mynd/Oddvar Una Hlín var á meðal þeirra íslensku hönnuða sem tóku þátt í nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og segir hún það að mestu hafa gengið vel. Una Hlín flaug beint til Danmerkur frá Indlandi þar sem hún hafði dvalið í nokkrar vikur á meðan hún undirbjó næstu línu Royal Extreme. Aðspurð segist Una Hlín hafa heillast mikið af Indlandi og segir dvölina þar hafa veitt sér mikinn innblástur. „Nýja línan átti að innihalda um sextíu hluti, en endaði á því að innihalda yfir áttatíu hluti," segir Una Hlín og hlær. „Ég varð svo heilluð af efnunum og litunum sem ég sá á Indlandi að ég bætti við línuna." Ný Royal Extreme verslun opnar þann 20. september auk þess sem sérstök vefverslun fer í gagnið sama dag. Hægt er að skoða hönnun Unu Hlínar á vefsíðunni beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
Íslensk hönnun hefur slegið í gegn að undanförnu og íslenskir hönnuðir gerðu góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Una Hlín Kristjánsdóttir fékk meðal annars boð á tískuvikuna í New York. Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi. „Ég komst í samband við nýtt íslenskt fyrirtæki sem heitir Designers Market, en markmið þess er að koma íslenskum hönnuðum á framfæri í Bandaríkjunum. Þau komu mér í samband við fyrirtækið Nordic New York, sem valdi fjögur tískumerki frá Norðurlöndunum til að sýna á tískuvikunni og ég var þar á meðal," útskýrir Una Hlín sem heldur til New York þann 11. september þar sem hún verður bæði með bás á sölusýningunni og tískusýningu. mynd/Oddvar Una Hlín var á meðal þeirra íslensku hönnuða sem tóku þátt í nýyfirstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og segir hún það að mestu hafa gengið vel. Una Hlín flaug beint til Danmerkur frá Indlandi þar sem hún hafði dvalið í nokkrar vikur á meðan hún undirbjó næstu línu Royal Extreme. Aðspurð segist Una Hlín hafa heillast mikið af Indlandi og segir dvölina þar hafa veitt sér mikinn innblástur. „Nýja línan átti að innihalda um sextíu hluti, en endaði á því að innihalda yfir áttatíu hluti," segir Una Hlín og hlær. „Ég varð svo heilluð af efnunum og litunum sem ég sá á Indlandi að ég bætti við línuna." Ný Royal Extreme verslun opnar þann 20. september auk þess sem sérstök vefverslun fer í gagnið sama dag. Hægt er að skoða hönnun Unu Hlínar á vefsíðunni beroyalextreme.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira