Ólafur Stephensen: Dellukenningar Ólafur Stephensen skrifar 26. apríl 2010 06:00 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis setur í nýtt ljós ýmsar vinsælar hugmyndir, sem settar voru eftir bankahrunið um orsakir þess. Óhætt er að segja að sumar þeirra skýtur hún í kaf. Þar á meðal er kenningin, sem ýmsir forkólfar föllnu bankanna og stjórnmálamenn sömuleiðis hafa haldið á lofti, að íslenzka bankakerfið hafi ekki verið í neitt sérstaklega vondum málum haustið 2008, það hafi bara ekki staðizt hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Sérhverjum lesanda rannsóknarskýrslunnar má vera ljóst að þessi kenning á sér enga stoð í raunveruleikanum. Torveldara aðgengi að lánsfé á alþjóðavettvangi gerði íslenzku bönkunum lífið vissulega erfiðara. En bankakerfið var annars vegar orðið alltof stórt, hins vegar var það rotið að innan, meðal annars vegna krosseignatengsla og eigenda, sem skömmtuðu sjálfum sér lán og juku þannig áhættu kerfisins. Stjórnvöld hefðu þurft að grípa í taumana strax árið 2006 en gerðu það ekki. Vandi bankanna var með öðrum orðum heimatilbúinn vandi. Önnur kenning, sem fær lítinn stuðning í rannsóknarskýrslunni, er umsáturskenningin um að stjórnvöld í nágrannaríkjunum hafi ekki viljað koma Íslandi til bjargar þegar mest á reið og þannig átt sinn þátt í að keyra hagkerfið í kaf. Önnur mynd birtist við lestur skýrslunnar; nágrannaríkin voru reiðubúin að hjálpa, en kröfðust þess um leið að íslenzk stjórnvöld gripu til aðgerða til að draga úr áhættu bankakerfisins. Norrænu seðlabankarnir lánuðu Íslandi peninga, gegn skjalfestum loforðum ráðherra og seðlabankastjóra um umbætur. Peningarnir skiluðu sér, en lítið varð úr efndum loforðanna. Seðlabankastjóri Bretlands bauð fram aðstoð við að minnka íslenzka bankakerfið. Því tilboði var aldrei svarað. Undir lokin nutu íslenzk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir mjög lítils trausts á alþjóðlegum vettvangi. Þetta voru líka heimabökuð vandræði. Þriðja dellukenningin er að vegna regluverks Evrópska efnahagssvæðisins hafi stjórnvöld ekki getað gripið í taumana og stöðvað bankana af. Þetta skýtur rannsóknarnefndin skipulega í kaf; sýnir fram á að íslenzk stjórnvöld höfðu svigrúm til að setja sérstakar reglur sem hefðu dregið úr svigrúmi og áhættu bankanna og tekið mið af sérstökum aðstæðum hér á landi, til dæmis varðandi hagsmunatengsl og þröngt eignarhald. Undirhópur rannsóknarnefndarinnar um siðferði bendir raunar á að stjórnvöldum hafi aldrei hugkvæmzt að efna til neinnar úttektar á því hvaða sérreglur Íslandi var heimilt að hafa um fjármálamarkaðinn, innan ramma EES-löggjafarinnar. Einn stærsti kostur rannsóknarskýrslunnar er hversu miklar upplýsingar hún birtir. Það gerir fólki kleift að ræða um hrun bankakerfisins á grundvelli staðreynda, en ekki kenninga sem slegið var fram á grundvelli takmarkaðra upplýsinga og almenningur hafði litlar forsendur til að leggja mat á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis setur í nýtt ljós ýmsar vinsælar hugmyndir, sem settar voru eftir bankahrunið um orsakir þess. Óhætt er að segja að sumar þeirra skýtur hún í kaf. Þar á meðal er kenningin, sem ýmsir forkólfar föllnu bankanna og stjórnmálamenn sömuleiðis hafa haldið á lofti, að íslenzka bankakerfið hafi ekki verið í neitt sérstaklega vondum málum haustið 2008, það hafi bara ekki staðizt hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Sérhverjum lesanda rannsóknarskýrslunnar má vera ljóst að þessi kenning á sér enga stoð í raunveruleikanum. Torveldara aðgengi að lánsfé á alþjóðavettvangi gerði íslenzku bönkunum lífið vissulega erfiðara. En bankakerfið var annars vegar orðið alltof stórt, hins vegar var það rotið að innan, meðal annars vegna krosseignatengsla og eigenda, sem skömmtuðu sjálfum sér lán og juku þannig áhættu kerfisins. Stjórnvöld hefðu þurft að grípa í taumana strax árið 2006 en gerðu það ekki. Vandi bankanna var með öðrum orðum heimatilbúinn vandi. Önnur kenning, sem fær lítinn stuðning í rannsóknarskýrslunni, er umsáturskenningin um að stjórnvöld í nágrannaríkjunum hafi ekki viljað koma Íslandi til bjargar þegar mest á reið og þannig átt sinn þátt í að keyra hagkerfið í kaf. Önnur mynd birtist við lestur skýrslunnar; nágrannaríkin voru reiðubúin að hjálpa, en kröfðust þess um leið að íslenzk stjórnvöld gripu til aðgerða til að draga úr áhættu bankakerfisins. Norrænu seðlabankarnir lánuðu Íslandi peninga, gegn skjalfestum loforðum ráðherra og seðlabankastjóra um umbætur. Peningarnir skiluðu sér, en lítið varð úr efndum loforðanna. Seðlabankastjóri Bretlands bauð fram aðstoð við að minnka íslenzka bankakerfið. Því tilboði var aldrei svarað. Undir lokin nutu íslenzk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir mjög lítils trausts á alþjóðlegum vettvangi. Þetta voru líka heimabökuð vandræði. Þriðja dellukenningin er að vegna regluverks Evrópska efnahagssvæðisins hafi stjórnvöld ekki getað gripið í taumana og stöðvað bankana af. Þetta skýtur rannsóknarnefndin skipulega í kaf; sýnir fram á að íslenzk stjórnvöld höfðu svigrúm til að setja sérstakar reglur sem hefðu dregið úr svigrúmi og áhættu bankanna og tekið mið af sérstökum aðstæðum hér á landi, til dæmis varðandi hagsmunatengsl og þröngt eignarhald. Undirhópur rannsóknarnefndarinnar um siðferði bendir raunar á að stjórnvöldum hafi aldrei hugkvæmzt að efna til neinnar úttektar á því hvaða sérreglur Íslandi var heimilt að hafa um fjármálamarkaðinn, innan ramma EES-löggjafarinnar. Einn stærsti kostur rannsóknarskýrslunnar er hversu miklar upplýsingar hún birtir. Það gerir fólki kleift að ræða um hrun bankakerfisins á grundvelli staðreynda, en ekki kenninga sem slegið var fram á grundvelli takmarkaðra upplýsinga og almenningur hafði litlar forsendur til að leggja mat á.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun