Ívar um Gylfa: Einn sá besti í Evrópu á þessum aldri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 21:00 Ívar Ingimarsson. Nordic Photos / Bongarts Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta." Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta."
Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00