Ívar um Gylfa: Einn sá besti í Evrópu á þessum aldri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 21:00 Ívar Ingimarsson. Nordic Photos / Bongarts Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta." Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir að Reading sakni eðlilega Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim í sumar. Gylfi Þór er 21 árs og var á mála hjá Reading frá því að hann var fimmtán ára þar til nú í sumar. Hann er nú einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann var seldur á 1300 milljónir til Hoffenheim. „Eðlilega söknum við Gylfa enda tel ég að öll lið í þessari deild og þeirri fyrir ofan myndu sakna hans úr sínu liði," sagði Ívar en Reading leikur í ensku B-deildinni. „Að mínu viti er hann einn besti leikmaður Evrópu á þessum aldrei. Hann er einfaldlega kominn í þann klassa. Þess vegna var hann seldur á 1300 milljónir. Hann hefur kosti sem ekki margir leikmenn hafa." Það er aðeins um ár síðan að Gylfi var í byrjunarliði Reading í fyrsta sinn í deildarleik. Óhætt er að segja að hann hafi slegið í gegn en hann skoraði 20 mörk á tímabilinu í öllum keppnum. „Leikstíll liðsins hefur mikið breyst síðan hann fór enda var liðið að miklu leyti til byggt upp í kringum hann," sagði Ívar enn fremur. Ívar hefur átt möguleika á að fylgjast vel með Gylfa enda hefur hann verið í Reading öll þau ár sem Gylfi var hjá félaginu. „Það var alltaf mjög vel talað um hann. En auðvitað er aldrei hægt að vita hvernig menn munu standa sig fyrr en þeir fá tækifærið. En hann sýndi um leið og það kom að hann var tilbúinn og hann spilaði gríðarlega vel," sagði Ívar. „Gylfi býr yfir mörgum kostum. Hann hugsar gríðarlega vel um sig og æfir einstaklega vel. Hann er duglegur að æfa aukalega og það hefur tvímælalaust skilað sér. Hann tók þetta skrefi lengra en flestir aðrir." „Og með þeim hæfileikum sem hann býr yfir getur hann bætt sig enn meira. Hann er nú kominn í þetta sterka lið í Þýskalandi og þar að auki í A-landsliðið." „Ég hef lengi sagt að Gylfi getur farið eins langt og hann vill sjálfur. Hann hefur allt til þess að bera og hann getur náð mun lengra en þetta."
Þýski boltinn Tengdar fréttir Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Ívar Ingimarsson að komast aftur af stað eftir meiðsli Ívar Ingimarsson er allur að koma til eftir að hafa verið frá í rúmt hálft ár vegna erfiðra meiðsla. Hann stefnir að því að vinna sér aftur sæti í liði Reading. 29. september 2010 16:00