Fótbolti

Bayern ætlar ekki að selja Schweinsteiger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bastian Schweinsteiger í leik með Bayern München.
Bastian Schweinsteiger í leik með Bayern München. Nordic Photos / Bongarts
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að félagið ætli ekki að selja Bastian Schweinsteiger á næstunni.

Núverandi samningur Schweinsteiger rennur út árið 2012 en hann hefur enn ekki samþykkt að skrifa undir nýjan samning.

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að félagið myndi selja hann næsta sumar ef hann neitar að skrifa undir nýjan samning til að missa hann ekki frítt frá sér einu ári síðar.

„Við munum hvort sem er ekki sleppa leikmanninum áður en samningurinn hans rennur út árið 2012," sagði Rummenigge við þýska fjölmiðla.

„Bastian hefur bætt sig mikið síðustu tvö ár og ég hef fulla trú á því að við getum komist að samkomulagi við umboðsmenn hans. Markmið okkar er að gera langtímasamning við Bastian."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×