Viðskipti innlent

Darling varar við mun erfiðari stöðu verði Icesave fellt

Alistar Darling fjármálaráðherra Breta tjáði blaðamönnum í morgun að ef Íslendingar stæðu ekki við Icesave-samkomulagið yrði „staðan mun erfiðari". Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni þar sem greint er frá töfinni sem orðin er á ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta eða fella Icesave frumvarpið.

 

 

„Ég vil segja við íslensku þjóðina að ég veit að þetta er erfitt," segir Darling. „En þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að breska ríkisstjórnin neyddist til að grípa inn í málið til að leysa erfiða stöðu innistæðueigenda í íslensku bönkunum."

Darling segir jafnframt að það sé afarmikilvægt fyrir Ísland að Icesave samkomulagið verði staðfest.

 

Í frétt Bloomberg er fjallað ítarlega um þróun mála á Íslandi frá því að Alþingi samþykkti Icesave frumvarpið milli jóla og nýárs.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×