Ódrengilegt og pólitískt vitlaust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. september 2010 11:18 Enn og aftur missir Alþingi Íslendinga niður um sig í beinni útsendingu, og í þetta sinn einmitt á meðan þingmenn áttu að vera að skrifa Íslandssöguna. Fæstir höfðu ímyndunarafl til að gera ráð fyrir að niðurstaða þingsins yrði sú sem hún varð; að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra yrði einn ákærður fyrir landsdómi, fyrstur stjórnmálamanna í sögunni, en ekki aðrir ráðherrar úr ríkis-stjórninni sem sat þegar bankakerfið hrundi. Færð höfðu verið margvísleg rök fyrir því að ekki væri rétt að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þar á meðal í fyrsta lagi þau að litlar líkur væru á að þeir bæru refsiábyrgð og fengju sektardóm, í öðru lagi vegna þess að mannréttinda þeirra væri ekki gætt með lögunum um landsdóm og í þriðja lagi vegna þess að ekki væri hægt að draga eingöngu fjóra fyrrverandi ráðherra til ábyrgðar þegar ljóst væri að margir stjórnmála- og embættismenn áttu þátt í umdeildum ákvörðunum í aðdraganda hrunsins, þar á meðal ráðherrar í núverandi ríkisstjórn. Hins vegar færði enginn þingmaður fram málefnaleg rök fyrir því í umræðum um málið að Geir H. Haarde væri sá eini, sem ætti að bera þessa ábyrgð og sá eini, sem líklegt væri að sakfelldur yrði fyrir landsdómi. Það gerðu að minnsta kosti ekki þeir fjórir þingmenn Samfylkingarinnar, sem réðu úrslitum um hvernig fór með því að kjósa að ákæra Geir en hlífa samflokksmönnum sínum. Afstaða þessara fjögurra þingmanna ræður því að ákvörðun Alþingis er niðurstaða af pólitískum hráskinnaleik en ekki málefnalegu mati. Ákvörðun fjórmenninganna er ekki aðeins ódrengileg og augljóslega ómálefnaleg, heldur líka pólitískt alveg yfirgengilega heimskuleg. Alþingi samþykkti með 63 samhljóða atkvæðum þingsályktunina, sem inniheldur fjöldann allan af brýnum og þörfum tillögum um umbætur í stjórnmálum, stjórnsýslu og lagaumhverfi. Hvernig á að ríkja pólitísk sátt um framgang þeirra mála þegar hluti þingflokks Samfylkingarinnar klekkir þannig með svo augljósum hætti á fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks en hlífir eigin fólki? Athyglin fer líka óhjákvæmilega af umbótaáætluninni og yfir á áframhaldandi rifrildi um landsdóm, fyrst svona fór. Niðurstaðan gerir það líklegra en ella að umbótaáætlunin renni út í sandinn. Og hvernig ætla þingmennirnir fjórir, sem greiddu atkvæði eftir flokkslínum í ákafa sínum að skella skuldinni á einn mann, nú að fara að því að byggja brýr yfir til Sjálfstæðisflokksins til að koma fram brýnum hagsmunamálum lands og þjóðar, þar á meðal að ljúka Icesave-málinu og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið? Innihélt eitthvert hinna fjögurra háttvirtu heilabúa heillega hugsun um það? Svo er það auðvitað umhugsunarefni fyrir alla þingmennina, sem greiddu atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði ákærður fyrir landsdómi, hvað þeir eiga að gera ef hann verður sýknaður fyrir dómi. Hvernig ætla þeir þá að axla sína ábyrgð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Enn og aftur missir Alþingi Íslendinga niður um sig í beinni útsendingu, og í þetta sinn einmitt á meðan þingmenn áttu að vera að skrifa Íslandssöguna. Fæstir höfðu ímyndunarafl til að gera ráð fyrir að niðurstaða þingsins yrði sú sem hún varð; að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra yrði einn ákærður fyrir landsdómi, fyrstur stjórnmálamanna í sögunni, en ekki aðrir ráðherrar úr ríkis-stjórninni sem sat þegar bankakerfið hrundi. Færð höfðu verið margvísleg rök fyrir því að ekki væri rétt að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þar á meðal í fyrsta lagi þau að litlar líkur væru á að þeir bæru refsiábyrgð og fengju sektardóm, í öðru lagi vegna þess að mannréttinda þeirra væri ekki gætt með lögunum um landsdóm og í þriðja lagi vegna þess að ekki væri hægt að draga eingöngu fjóra fyrrverandi ráðherra til ábyrgðar þegar ljóst væri að margir stjórnmála- og embættismenn áttu þátt í umdeildum ákvörðunum í aðdraganda hrunsins, þar á meðal ráðherrar í núverandi ríkisstjórn. Hins vegar færði enginn þingmaður fram málefnaleg rök fyrir því í umræðum um málið að Geir H. Haarde væri sá eini, sem ætti að bera þessa ábyrgð og sá eini, sem líklegt væri að sakfelldur yrði fyrir landsdómi. Það gerðu að minnsta kosti ekki þeir fjórir þingmenn Samfylkingarinnar, sem réðu úrslitum um hvernig fór með því að kjósa að ákæra Geir en hlífa samflokksmönnum sínum. Afstaða þessara fjögurra þingmanna ræður því að ákvörðun Alþingis er niðurstaða af pólitískum hráskinnaleik en ekki málefnalegu mati. Ákvörðun fjórmenninganna er ekki aðeins ódrengileg og augljóslega ómálefnaleg, heldur líka pólitískt alveg yfirgengilega heimskuleg. Alþingi samþykkti með 63 samhljóða atkvæðum þingsályktunina, sem inniheldur fjöldann allan af brýnum og þörfum tillögum um umbætur í stjórnmálum, stjórnsýslu og lagaumhverfi. Hvernig á að ríkja pólitísk sátt um framgang þeirra mála þegar hluti þingflokks Samfylkingarinnar klekkir þannig með svo augljósum hætti á fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks en hlífir eigin fólki? Athyglin fer líka óhjákvæmilega af umbótaáætluninni og yfir á áframhaldandi rifrildi um landsdóm, fyrst svona fór. Niðurstaðan gerir það líklegra en ella að umbótaáætlunin renni út í sandinn. Og hvernig ætla þingmennirnir fjórir, sem greiddu atkvæði eftir flokkslínum í ákafa sínum að skella skuldinni á einn mann, nú að fara að því að byggja brýr yfir til Sjálfstæðisflokksins til að koma fram brýnum hagsmunamálum lands og þjóðar, þar á meðal að ljúka Icesave-málinu og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið? Innihélt eitthvert hinna fjögurra háttvirtu heilabúa heillega hugsun um það? Svo er það auðvitað umhugsunarefni fyrir alla þingmennina, sem greiddu atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði ákærður fyrir landsdómi, hvað þeir eiga að gera ef hann verður sýknaður fyrir dómi. Hvernig ætla þeir þá að axla sína ábyrgð?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun