Franck Ribery verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist í 2-1 sigri Bayern München á Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær.
Ribery er með sködduð liðbönd á ökkla en þarf þó ekki að fara í aðgerð eins og óttast var.
„Hann þarf ekki aðgerð. Það er lán í óláni," sagði Christian Nerlinger, læknir Bayern í samtali við þýska fjölmiðla. „Hann ætti að geta byrjað að æfa með liðinu eftir þrjár vikur."