Þórunn Árna verðlaunuð 29. desember 2010 06:00 Þórunn Árnadóttir varð í öðru sæti af 600 keppendum í hönnunarsamkeppni sem virt hönnunarheimasíða stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún tæpar 200.000 íslenskar krónur. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er fyrst og fremst mjög góð viðurkenning fyrir mig og mína hönnun en auðvitað skemmir ekki fyrir að fá þessi peningaverðlaun," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður en hún lenti í öðru sæti í samkeppni sem virt hönnunarheimasíða, designspongeonline.com, stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún 1.500 dali eða tæpar 180.000 íslenskar krónur. Þórunn þurfti að senda inn smá ritgerð um sig, myndir af verkum sínum og einnig var tekið mið af heimasíðu hennar, www.thorunndesign.com, þar sem öll hennar hönnun er til sýnis. Þórunn stundar mastersnám við Royal College of Arts og stefnir á útskrift í sumar. Peningaverðlaunin koma sér vel þar sem námslánin dekka ekki efniskostnað en hann er töluverður í hönnunarnámi. „Við ráðum algjörlega hvernig við ráðstöfum verðlaunafénu en ég var farin að svitna yfir útgjöldunum sem fara í lokaverkefnið mitt svo þetta kemur sér gríðarlega vel." Yfir 600 keppendur frá hinum ýmsu heimshornum skráðu sig til leiks en þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin. Eina skilyrðið er að maður sé hönnunarnemi. „Þessi síða er mjög virt og mikið skoðuð af fólki í hönnunargeiranum út um allan heim. Ég átti alls ekki von á að ná langt og það var alveg nóg fyrir mig að komast í tíu manna úrslit," segir Þórunn en aðstandendur síðunnar völdu tíu bestu úr 600 manna hópi og svo máttu lesendur síðunnar kjósa milli þeirra tíu. Þórunni líkar vel í London og stefnir á að vera þar áfram eftir útskrift. „Ég er búin að kynnast góðu fólki og líður mjög vel úti. Það eru fleiri tækifæri þar en hér heima en að sama skapi meiri samkeppni. Ég ætla samt að láta á það reyna." - áp Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst mjög góð viðurkenning fyrir mig og mína hönnun en auðvitað skemmir ekki fyrir að fá þessi peningaverðlaun," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður en hún lenti í öðru sæti í samkeppni sem virt hönnunarheimasíða, designspongeonline.com, stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún 1.500 dali eða tæpar 180.000 íslenskar krónur. Þórunn þurfti að senda inn smá ritgerð um sig, myndir af verkum sínum og einnig var tekið mið af heimasíðu hennar, www.thorunndesign.com, þar sem öll hennar hönnun er til sýnis. Þórunn stundar mastersnám við Royal College of Arts og stefnir á útskrift í sumar. Peningaverðlaunin koma sér vel þar sem námslánin dekka ekki efniskostnað en hann er töluverður í hönnunarnámi. „Við ráðum algjörlega hvernig við ráðstöfum verðlaunafénu en ég var farin að svitna yfir útgjöldunum sem fara í lokaverkefnið mitt svo þetta kemur sér gríðarlega vel." Yfir 600 keppendur frá hinum ýmsu heimshornum skráðu sig til leiks en þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin. Eina skilyrðið er að maður sé hönnunarnemi. „Þessi síða er mjög virt og mikið skoðuð af fólki í hönnunargeiranum út um allan heim. Ég átti alls ekki von á að ná langt og það var alveg nóg fyrir mig að komast í tíu manna úrslit," segir Þórunn en aðstandendur síðunnar völdu tíu bestu úr 600 manna hópi og svo máttu lesendur síðunnar kjósa milli þeirra tíu. Þórunni líkar vel í London og stefnir á að vera þar áfram eftir útskrift. „Ég er búin að kynnast góðu fólki og líður mjög vel úti. Það eru fleiri tækifæri þar en hér heima en að sama skapi meiri samkeppni. Ég ætla samt að láta á það reyna." - áp
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira