Hanna Birna: Allir hafa tekið á sig niðurskurð, líka golfklúbburinn 6. apríl 2010 15:58 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd úr safni. „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þegar hún var borgarstjóri, skrifaði undir sjö íþróttasamninga fyrir yfir tvo milljarða króna, nokkrum vikum fyrir kosningar 2006," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri á fundi borgarstjórnar nú fyrir stundu. Hún gagnrýndi Dag B. Eggertsson fyrir að gera mál úr 230 milljóna króna framlögum til Golfklúbbs Reykjavíkur og kallaði spuna. Ef það ætti að kalla slíkt kosningagjörninga þyrfti að fara rækilega yfir samninga Steinunnar Valdísar. Yfir 300 þúsund manns færu á umræddan golfvöll árlega, bæði börn, unglingar og gamalt fólk. Hanna Birna sagði leitt að Dagur B. væri haldinn „kosningaskjálfta" og hefði ekkert betra til að berja á meirihlutanum heldur en Golfklúbb Reykjavíkur. Vond og óverjandi forgangsröðun „Nú er býsna lágt lagst, ég get bara ekki sagt annað," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, Hönnu Birnu hafi mistekist að slá sig til riddara hjá golfáhugamönnum. Allir samningar við íþróttafélög eigi það sameiginlegt að hafa verið settir á ís, eftir hrun bankanna. Dagur nefndi samning við Fylki upp á 350 milljónir, samning við ÍR upp á 800 milljónir, auk samninga við Fjölni og Fram, sem hefðu verið settir til hliðar vegna kreppunnar í samráði við forystumenn íþróttafélaganna. „Það var farið í að skera niður alls staðar. Hversu margir starfsmenn Reykjavíkur borgar hafa ekki tekið á sig launalækkanir," spurði Dagur. „Þetta er vond óverjandi forgangsröðun við þær aðstæður þegar verið að skerða sérkennslu við börn og kennurum er bannað að fjölrita námsgögn." Allir taka „kött" Hanna Birna veitti Degi andsvar og mótmælti því harðlega að hér væri um einhver kosningatrix að ræða. Allir tækju á sig skerðingar, og málflutningur Dags væri ósanngjarn gagnvart. „Allir hafa tekið á sig „kött", líka golfklúbburinn." Dagur sagði að það væri gerviskjól og skollaleikur hjá Hönnu Birnu að skýla sér á bak við samninga sem áður hefðu verið gerðir. Tekjufall hefði orðið og þá yrði að forgangsraða.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira