Norðmenn takast á um ESB-aðild Íslands 1. október 2010 04:30 Hvaða áhrif hefði innganga Íslands? Lesa má um áhuga Norðmanna á aðildarumsókn Íslendinga á www.neitileu.no og á www.jasiden.no.fréttablaðið/klemens Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Norsk samtök, sem berjast með og á móti inngöngu Noregs í Evrópusambandið, styðja systursamtök sín á Íslandi á ýmsan hátt og stendur meðal annars yfir fjársöfnun fyrir Heimssýn, íslensku nei-samtökin. Á heimasíðu hins norska „Nei við ESB“ er fjallað um hugsanlega inngöngu Íslands. Þar segir að norsku samtökin miðli af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinganna. Ferðalög og þýðingar kosti sitt: „Styðjið íslensku nei-hliðina með framlagi inn á samstöðureikning Nei við ESB,“ segir þar og númer bankareiknings fylgir. Á heimasíðu norsku Evrópuhreyfingarinnar er einnig fjallað um aðildarviðræður Íslands. Hreyfingin muni fylgjast vel með ferlinu og styðja við íslensku já-hliðina, ásamt Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfingunni. Ekki er að heyra á Páli Vilhjálmssyni, starfsmanni Heimssýnar, að söfnunin hafi skilað miklu. Félagið hafi fengið „sama og ekkert“ í aurum talið frá norsku samtökunum. Þó fór hópur frá Heimssýn á landsfund hjá norska nei-inu í fyrra og greiddu Norðmenn ferð og uppihald. Eins komu Norðmennirnir hingað með litla sendinefnd og greiddu sjálfir fyrir. „Þar kynntumst við því hvernig þeir skipulögðu baráttuna gegn ESB-samningnum 1994 og það var heilmikið á því að græða,“ segir Páll. Minna samstarf hafi verið við sænska og danska nei-ið, en frá dönsku samtökunum hafi þó Evrópuþingmaður, neikvæður í garð ESB, heimsótt Heimssýn á kostnað Evrópuþingsins. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands, segir samtökin enga peninga hafa fengið frá Norðmönnum. „Nei. Við vorum í samstarfi við norsku samtökin um fyrirlestur Joe Borg. Þau borguðu hluta kostnaðarins á móti okkur,“ segir hún en veit ekki nákvæmlega hvernig því var skipt. „Um leið funduðum við með stjórn norsku samtakanna um helgina, sem var mjög gagnlegt,“ segir hún. Einnig sé félagið í samstarfi við Fjölþjóðlegu Evrópuhreyfinguna í gegnum íslensku Evrópusamtökin. Engin söfnun standi yfir hjá norsku já-hliðinni eins og hjá nei-hliðinni gagnvart Heimssýn. klemens@frettabladid.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira