Bara grín Brynhildur Björnsdóttir skrifar 29. október 2010 06:00 Nú er mér létt. Fram til þessa hef ég verið alveg sannfærð um að einum áberandi manni í þjóðfélaginu væri alveg sérstaklega illa við mig. Hann hefur nefnilega skrifað á netið eða látið hafa eftir sér í fjölmiðlum alls konar orð og ég ber virðingu fyrir því sem fólk segir og skrifar opinberlega og reikna með að viðkomandi meini það. Hann hefur til dæmis skrifað á heimasíðu sína: „Rauðhærðir eru ógeðslegir…", „það vill engin sjá rauðhærða" og „rauðhærðir eru ekki fólk". Hann hefur líka skrifað um fólk í yfirþyngd (sem hann kallar offitusjúklinga eða bara fitubollur) og finnst að eigi að útrýma því, væntanlega með því að koma „fituprósentu allra Íslendinga undir 10%". Undanfarið hefur verið vitnað í það sem hann hefur skrifað á bloggsíðu sína um konur og þá helst femínista og mig langar ekkert að endurtaka það hér. Þegar allt þetta er lagt saman þá hlýt ég, rauðhærð kona og femínisti í ofþyngd, að óttast þennan mann ef hann yrði á vegi mínum, hvað þá ef hann fengi heila símaskrá til að gera lítið úr mér og öðrum. Sérstaklega af því hann er vitfirrt vöðvatröll sem er örugglega á sterum… nei, bara grín. Ég er auðvitað að grínast, það sér hver maður, ég myndi aldrei skrifa svona um neinn. Spyrjiði bara pabba. Og ég er rosalega fegin að vita það núna að þessi tiltekni maður var bara að grínast. Þessi leiðindagaur er víst bara aukasjálf góðs og göfugs einkaþjálfara sem þykir vænt um fólk og vill því allt hið besta. Það segir mamma hans að minnsta kosti. Og ég trúi henni og var létt. Þangað til ég sá þetta bréf sem aukasjálfið skrifaði undir fyrir tæpu ári á „Spörkum í rauðhærða daginn". „Einelti er örvæntingarfullt neyðaróp þess sem það stundar, enda er það að leggja aðra í einelti alltaf einkenni lágs sjálfsmats. Hver kannast ekki við staðaltýpuna feita meinhornið? Eða aðra álíka ókræsilega fýra sem sjá þá leið eina til að upphefja sjálfa sig að gera lítið úr öðrum? Það læknar ekki lágt sjálfsmat." Og nú er ég alveg rugluð aftur. Mér finnst þessi færsla alveg frábær. En er þetta ekki líka bara grín? Hvernig á ég að vita hvenær þessi maður er að grínast og hvenær ekki? Ég get ekki alltaf hringt í mömmu hans… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Nú er mér létt. Fram til þessa hef ég verið alveg sannfærð um að einum áberandi manni í þjóðfélaginu væri alveg sérstaklega illa við mig. Hann hefur nefnilega skrifað á netið eða látið hafa eftir sér í fjölmiðlum alls konar orð og ég ber virðingu fyrir því sem fólk segir og skrifar opinberlega og reikna með að viðkomandi meini það. Hann hefur til dæmis skrifað á heimasíðu sína: „Rauðhærðir eru ógeðslegir…", „það vill engin sjá rauðhærða" og „rauðhærðir eru ekki fólk". Hann hefur líka skrifað um fólk í yfirþyngd (sem hann kallar offitusjúklinga eða bara fitubollur) og finnst að eigi að útrýma því, væntanlega með því að koma „fituprósentu allra Íslendinga undir 10%". Undanfarið hefur verið vitnað í það sem hann hefur skrifað á bloggsíðu sína um konur og þá helst femínista og mig langar ekkert að endurtaka það hér. Þegar allt þetta er lagt saman þá hlýt ég, rauðhærð kona og femínisti í ofþyngd, að óttast þennan mann ef hann yrði á vegi mínum, hvað þá ef hann fengi heila símaskrá til að gera lítið úr mér og öðrum. Sérstaklega af því hann er vitfirrt vöðvatröll sem er örugglega á sterum… nei, bara grín. Ég er auðvitað að grínast, það sér hver maður, ég myndi aldrei skrifa svona um neinn. Spyrjiði bara pabba. Og ég er rosalega fegin að vita það núna að þessi tiltekni maður var bara að grínast. Þessi leiðindagaur er víst bara aukasjálf góðs og göfugs einkaþjálfara sem þykir vænt um fólk og vill því allt hið besta. Það segir mamma hans að minnsta kosti. Og ég trúi henni og var létt. Þangað til ég sá þetta bréf sem aukasjálfið skrifaði undir fyrir tæpu ári á „Spörkum í rauðhærða daginn". „Einelti er örvæntingarfullt neyðaróp þess sem það stundar, enda er það að leggja aðra í einelti alltaf einkenni lágs sjálfsmats. Hver kannast ekki við staðaltýpuna feita meinhornið? Eða aðra álíka ókræsilega fýra sem sjá þá leið eina til að upphefja sjálfa sig að gera lítið úr öðrum? Það læknar ekki lágt sjálfsmat." Og nú er ég alveg rugluð aftur. Mér finnst þessi færsla alveg frábær. En er þetta ekki líka bara grín? Hvernig á ég að vita hvenær þessi maður er að grínast og hvenær ekki? Ég get ekki alltaf hringt í mömmu hans…
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun