Viðskipti erlent

Ekkert lát á verðhækkunum á áli á markaðinum í London

Ekkert lát er á verðhækkunum á áli á markaðinum í London. Í morgun var verðið komið í 2.280 dollara fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verð á áli því hækkað um tæpa 40 dollara á tonnið frá áramótum.

Þessar verðhækkanir á áli eru í takt við hækkanir á öðrum málmum og hrávörum eins og olíu.Fjárfestar flýja með fé sitt í þessar vöru vegna áhyggna af gengisþróun dollarans og óstöðugs efnahagsástands.

Þá hafa vonir um efnahagsbata í mörgum löndum einnig áhrif og að hagkerfi Kína siglir enn á fullum dampi og búist er við myndarlegum hagvexgti þar í landi á þessu ári.

Fyrir áramótin birti Bloomberg fréttaveitan spá sérfræðinga um að meðalverð á áli á þessu ári yrði um 1.918 dollarar á þessu ári.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×