Flestir vilja ljúka viðræðum og kjósa 28. september 2010 06:00 Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, þótt munurinn á hópunum sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningarinnar. Lítill munur var á afstöðu kynjanna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins, þótt munurinn á hópunum sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningarinnar. Lítill munur var á afstöðu kynjanna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira