Frestur til að ákæra ráðherra rennur út í lok ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2010 18:45 Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Frestur til að sækja ráðherra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs. Á meðal þeirra sem fengu bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis vegn meintrar vanrækslu í starfi eru fyrrverandi ráðherrar sem voru í embætti haustið 2008. Hafi ráðherra bakað almenningi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, en Alþingi þarf að samþykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og formaður Ákærendafélags Íslands, segir að lög um ráðherraábyrgð séu barn síns tíma en ekkkert sé því til fyrirstöðu að þeim verði beitt. Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir sérstakri málstofu um ráðherraábyrgð í dag, en Helgi Magnús var meðal framsögumanna á málstofunni. Þingmannanefnd sem Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, er í forsvari fyrir hefur það hlutverk að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Eftir að hún hefur tekið ákvörðun um ákæru með þingsályktunartillögu sem er bindandi um það sakarefni sem verður til meðferðar, ef það kemur nú allt til, kýs Alþingi saksóknara og fimm manna saksóknarnefnd sem verður honum til aðstoðar. Og þá kæmi til þess að málin yrði rannsökuð sem sakamál. Þá myndi ég telja eðlilegt að lögregla kæmi að því að aðstoða saksóknarann og þingið við að yfirheyra menn með réttarstöðu samkvæmt lögum um meðferð sakamála," segir Helgi Magnús. Og lögregla mun aðstoða saksóknara Alþingis við rannsókn þessara brota sem þýðir þá að ráðherrar verða yfirheyrðir af lögreglunni? „Ég tel að það hljóti að koma til." Það er Landsdómur sem fer með og dæmir í málum gegn ráðherrum, en Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman. Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð fyrnast brot ráðherra á þremur árum. Hvað hefur þingmannanefndin sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis langan tíma til að mæla með málshöfðun? „Skipun Alþingis á sérstakri rannsóknarnefnd [...] hún í rauninni rýfur fyrningarfrestinn. Hann miðast við þrjú ár og ábyrgðin ætti að öllu jöfnu að ná til ársbyrjunar 2007. Nefndin hefur því ár til að komast að niðurstöðu um hvort saksókn fari fram eða ekki og ætti því að hafa þetta ár til þess eins og ég skil lögin," segir Helgi Magnús. Út þett ár semsagt? „Já."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira