Saga Sig þeysist á milli landa 1. október 2010 14:20 Saga Sig er einn eftirsóttasti ljósmyndari landsins þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Arnþór Birkisson „Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira