Saga Sig þeysist á milli landa 1. október 2010 14:20 Saga Sig er einn eftirsóttasti ljósmyndari landsins þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Arnþór Birkisson „Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira