Íslenski boltinn

Víkingar skoruðu þrjú mörk á síðustu sjö gegn Fjölni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Helgi skoraði í kvöld.
Helgi skoraði í kvöld. Fréttablaðið
Víkingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Þeir lögði Fjölni 5-3 í Víkinni eftir að hafa lent undir í tvígang.

Víkingar komust reyndar yfir áður en Fjölnir skoraði tvö mörk, það seinna kom frá Aroni Jóhannssyni sem hefur nú skorað 10 mörk í 13 leikjum í deildinni.

Víkingar jöfnuðu þegar Helgi Sigurðsson skoraði áður en Fjölnir komst aftur yfir.

Heimamenn jöfnuðu þó jafn harðan og komust yfir skömmu fyrir leikslok með marki frá Jakobi Spangsberg áður en Pétur Svansson gulltryggði sigurinn.

Þeir tveir síðastnefndu léku áður með Leikni sem er nú þremur stigum á eftir Víkingum en eiga leik til góða gegn Þór á laugardag.

Þórsarar eru í fjórða sætinu eftir stórsigur ÍR á Njarðvík í kvöld, 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×