H-listi Ólafs F. Magnússonar, fyrrverandi borgarstjóra, sem kallar sig framboð um heiðarleika og almannahagsmuni, kynnti frambjóðendur og stefnumál á heimili Ólafs í Fossvogi nú síðdegis.
H-listinn kveðst ekki ætla að taka við kosningaframlögum, vill forgangsraða í þágu velferðar og öryggis borgarbúa, leggst gegn því að Orkuveitan fjárfesti í þágu erlendra málmbræðslufyrirtækja og vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.