Borgarbúar refsa hrunflokkunum 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj / Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj /
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira