Viðskipti erlent

Prófessor: Fjármálakreppunni er lokið

Lasse H. Pedersen prófessor í hagfræði við hinn viðurkennda Stern School of Business hjá háskólanum í New York segir að fjármálakreppunni sé nú lokið.

„Ég tel að fjármálkreppan sé nú að baki okkur. Langflestum mikilvægustu fjármálastofnunum, að Citigroup undanskildum, gengur mjög vel," segir Pedersen í viðtali við fréttastofuna Direkt. „Rekstur þeirra er orðin stöðugur og flestir bendir til að fjármálakreppan hafi fjarað út."

Pedersen segir að þótt fjármálakreppunn sé lokið er heimurinn enn í kreppu hvað varðar mikið atvinnuleysi og minnkandi landsframleiðslu. Samt sé hið versta yfirstaðið hvað hana varðar en það taki tíma að vinna sig út henni.

„Það munu enn verða áföll í efnahagskerfinu en ég tel að við séum komin það langt áleiðis að við þolum slíkt," segir Pedersen. „Það verður minna um sveiflur og til lengri tíma litið munum við hægt og rólega vinna okkur út úr kreppunni."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×