Allir í viðbragðsstöðu 23. mars 2010 04:00 Fljótshlíð „Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Sjá meira
„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum. Agnar Már hefur, eins og fleiri bændur í nágrenni gosstöðvanna, hvítan disk úti til að geta fylgst með hvort öskufall sé hafið frá gosinu. Um miðjan dag í gær var þess ekki farið að gæta. Agnar Már er með fjölda hrossa úti og kvaðst ekki geta komið þeim öllum í hús ef öskufall verði eða flóð af völdum goss. „Það þarf að passa upp á vatn og gefa hrossunum minna í einu, þannig að heyið standi ekki lengi úti. Jafnvel gæti þurft að ferja hrossin burt og á öruggara svæði ef út í það færi. Við erum á hættusvæði og þurftum að rýma þegar gosið hófst en höfum nú fengið að snúa aftur heim,“ sagði Agnar Már. Hann bætti við að myndi Katla gjósa kæmi flóðið að líkindum í farveg árinnar Affalls sem liggur með jörðinni. Hún rennur um Fljótshlíðina og útigangshross Agnars drekka úr henni. Hann kvaðst vera hálfsmeykur við að öskufall kynni að berast með ánni og þar með gætu hrossin veikst af eitrun. Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, segir best að hýsa allar skepnur ef vart verður við öskufall. Sé ekki húspláss, þá skuli gefa hey oft og lítið í einu, gæta að því að hafa ómengað vatn handa þeim, svo og saltstein. „Þessar skepnur eru oft salthungraðar þegar líður að vori og fara þá kannski að sleikja öskuna.“jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Sjá meira