Lagst gegn friðlýsingu hluta Geysissvæðisins 10. nóvember 2010 05:00 geysir Hverasvæðið á Geysi er tæpir tuttugu hektarar. Um tveir hektarar er skiki sem alfarið er eign ríksins. Hinn hlutann á ríkið í óskiptri sameign með fjölda annarra eigenda. Samtals svarar eignarhlutur ríkisins til um sjö hektara. Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sameign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samningar komnir á lokastig. Meðal annars lá fyrir samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöður,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tuttugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hektara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal annars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæðinu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa oddviti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfisráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveitarfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjartsýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. gar@frettabladid.is Drífa Kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sameign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samningar komnir á lokastig. Meðal annars lá fyrir samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöður,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tuttugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hektara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal annars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæðinu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa oddviti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfisráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveitarfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjartsýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. gar@frettabladid.is Drífa Kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira