Lífið

Góð rokktónlist og ódýr bjór

Agent fresco Hljómsveitin Agent Fresco treður upp á Rokkt­óberfest um helgina.fréttablaðið/rósa
Agent fresco Hljómsveitin Agent Fresco treður upp á Rokkt­óberfest um helgina.fréttablaðið/rósa

Rokktóberfest X-ins 977 hófst á skemmtistaðnum Sódómu í gær og stendur yfir til laugardags. Tilefnið er hin tvö hundruð ára gamla hefð frá Bavaríu í Þýskalandi þar sem ár hvert eru drukknir milljónir lítra af öli.

„Við erum að endurvekja viðburð sem var hjá X-inu alltaf á árum áður. Það eru fjögur ár síðan þetta var haldið síðast,“ segir Þorkell Máni Pétursson hjá X-inu. „Þarna verður boðið upp á góða rokktónlist og bjór gegn vægu gjaldi, því það er kreppa í landinu og fólk þarf að fá sitt öl.“

Allar vinsælustu hljómsveitir X-ins troða upp, þar á meðal Cliff Clavin, Mammút, Ourlives, Endless Dark, Bloodgroup og Agent Fresco. Passi á alla hátíðina kostar 2.500 krónur og hægt er að kaupa tíu bjóra kort á 3.500 krónur. „Bjórinn mun flæða þarna um eins og enginn sé morgundagurinn og menn verða grjótþunnir fram að Airwaves-hátíð,“ fullyrðir Þorkell Máni. „Ég lofa því að þeir sem missa af þessu munu gráta það lengi.“

Miðasala á hátíðina fer fram á Midi.is og í verslunum Levi"s á Laugavegi og í Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×