Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf 31. maí 2010 06:00 guðrún ágústa guðmundsdóttir Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson Kosningar 2010 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson
Kosningar 2010 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira