Lady Gaga ferðast með þrjár júmbóþotur í eftirdragi 21. apríl 2010 16:55 Í myndasafninu kemur bersýnilega í ljós hversu frjótt ímyndunarafl söngkonunnar er. Söngkonan Lady Gaga er ein sú svakalegasta þegar kemur að búningum og fatnaði, bæði á sviði og utan þess. Hún hefur í raun svo mikinn metnað fyrir þessu að vinir hennar og samstarfsmenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að hún geti ekki slappað af. Sjálf segist hún eyða heilu nóttunum í að teikna upp búninga og önnur dress og finnst ekkert tiltökumál að sofa ekki í þrjá daga í röð. Lady Gaga ferðast þessa dagana um heiminn með tónleikaröðina Monster Ball Tour. Gaga er með svo mikið af búningum og fylgihlutum með sér fyrir sig og aðra sem koma að sýningunni að þrjár 747-þotur þarf fyrir herlegheitin í hvert skipti sem þau ferðast milli landa. Þetta segir framkvæmdastjóri ferðarinnar en áður hefur komið fram að söngkonan eyddi framanaf ferlinum hverri einustu krónu sem kom í kassann í föt. Við tókum saman nokkrar myndir af Lady Gaga en þær eru teknar á rétt rúmu ári. Svo virðist sem hún komi aldrei tvisvar fram í sama búningnum.Hér er Lady Gaga að kynna Monster-heyrnatólalínuna sína.Hér kynnir hún myndavélalínu sína og Polaroid.Hún kveikir í píanóinu.Á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í fyrra.Elísabet drottning og Lady Gaga eiga ágætlega saman.Hér er hún á tónleikum í Japan um daginn.Í þýska þættinum Wetten Das?Í heimsókn í Jerúsalem í fyrra.Með slúðurkónginum/drottningunni Perez Hilton.Gaga og Dr. Dre hafa unnið saman.Tekur lagið á MTV-hátíðinni. Þetta kvöld skipti hún þrisvar um dress.Búningur tvö á MTV-verðlaunahátíðinni.Búningur þrjú á MTV-verðlaunahátíðinni.Svo skipti hún í aðeins þægilegri föt fyrir eftirpartý eftir MTV-hátíðina.Hér syngur hún fyrir Obama forseta í góðgerðaveislu.Tónleikar í Þýskalandi. Lífið Menning Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Söngkonan Lady Gaga er ein sú svakalegasta þegar kemur að búningum og fatnaði, bæði á sviði og utan þess. Hún hefur í raun svo mikinn metnað fyrir þessu að vinir hennar og samstarfsmenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að hún geti ekki slappað af. Sjálf segist hún eyða heilu nóttunum í að teikna upp búninga og önnur dress og finnst ekkert tiltökumál að sofa ekki í þrjá daga í röð. Lady Gaga ferðast þessa dagana um heiminn með tónleikaröðina Monster Ball Tour. Gaga er með svo mikið af búningum og fylgihlutum með sér fyrir sig og aðra sem koma að sýningunni að þrjár 747-þotur þarf fyrir herlegheitin í hvert skipti sem þau ferðast milli landa. Þetta segir framkvæmdastjóri ferðarinnar en áður hefur komið fram að söngkonan eyddi framanaf ferlinum hverri einustu krónu sem kom í kassann í föt. Við tókum saman nokkrar myndir af Lady Gaga en þær eru teknar á rétt rúmu ári. Svo virðist sem hún komi aldrei tvisvar fram í sama búningnum.Hér er Lady Gaga að kynna Monster-heyrnatólalínuna sína.Hér kynnir hún myndavélalínu sína og Polaroid.Hún kveikir í píanóinu.Á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í fyrra.Elísabet drottning og Lady Gaga eiga ágætlega saman.Hér er hún á tónleikum í Japan um daginn.Í þýska þættinum Wetten Das?Í heimsókn í Jerúsalem í fyrra.Með slúðurkónginum/drottningunni Perez Hilton.Gaga og Dr. Dre hafa unnið saman.Tekur lagið á MTV-hátíðinni. Þetta kvöld skipti hún þrisvar um dress.Búningur tvö á MTV-verðlaunahátíðinni.Búningur þrjú á MTV-verðlaunahátíðinni.Svo skipti hún í aðeins þægilegri föt fyrir eftirpartý eftir MTV-hátíðina.Hér syngur hún fyrir Obama forseta í góðgerðaveislu.Tónleikar í Þýskalandi.
Lífið Menning Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira