Viðskipti erlent

Skuldsettir leita til London

Skuldsetta fyrirtækjasamstæðan Dubai World vill ná verðmætum úr hafnarfyrirtæki með tvíhliða skráningu í London.
Skuldsetta fyrirtækjasamstæðan Dubai World vill ná verðmætum úr hafnarfyrirtæki með tvíhliða skráningu í London.

Stjórnendur DP World, sem rekur 49 hafnir í arabíska furstadæminu Dúbaí, leita eftir að skrá hlutabréf fyrirtækisins í bresku kauphöllina í London á öðrum fjórðungi þessa árs.

Gangi þetta eftir verður um tvíhliða skráningu að ræða en bréf fyrirtækisins voru skráð á markað í Dúbaí 2007. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er lítið flot á bréfum fyrirtækisins og eigendur ósáttir við verðmyndun þeirra.

DP World er dótturfélag skuldsettu fyrirtækjasamstæðunnar Dubai World, sem er í eigu furstadæmisins. Þegar samstæðan leitaði eftir greiðslufresti á 26 milljarða dala láni seint í nóvember á nýliðnu ári urðu nágrannaríki þess að koma til hjálpar. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×