Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum 31. mars 2010 05:00 Átta af tíu stærstu kvótaeigendum landsins styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008. Tíu af fimmtán stjórnarmönnum í LÍÚ eru þar í forsvari fyrir fyrirtæki sem styrktu flokkinn sama ár. fréttablaðið/stefán Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. Flokkurinn fékk það árið 8.640.000 krónur frá 39 fyrirtækjum, samkvæmt ársreikningi flokksins. Af þessu eru 4.580.000 krónur frá sautján útgerðarfyrirtækjum, eða 53 prósent. Minnst fimmtán fyrirtækjanna eru með aflaheimildir. Hér eru einungis talin framlög útgerðarfyrirtækja, en ekki annarra sjávarútvegsfyrirtækja, til að mynda fullvinnslu- og sölufyrirtæki, eins og Icelandic Group. Átta af tíu helstu handhöfum aflaheimilda á landinu árið 2009, samkvæmt lista Fiskistofu, styrktu flokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þennan stuðning sjávarútvegsfyrirtækja endurspegla samhljóm milli stefnu flokksins og atvinnurekenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð átt mikla samleið með atvinnurekendum í þessu landi. Það kemur mér því ekki á óvart að undirstöðuatvinnugreinin styðji við flokkinn,“ segir hann. Spurður hvort svo afgerandi stuðningur frá einni atvinnugrein geti hugsanlega haft áhrif á stefnumál flokksins, minnir Bjarni á lög um fjármál stjórnmálasamtaka frá 2007: „Þegar horft er til þess hve mikið framlögin voru þá takmörkuð [hámark 300.000 króna framlag frá hverju fyrirtæki] finnst mér ekki minnsta ástæða til að ætla að það sé einhver slík tenging til staðar.“ Bjarni segist aðspurður ekki þekkja hvert hlutfall framlaga frá sjávarútvegsfyrirtækjum af heildarframlögum til flokksins var áður en lögin voru sett. Þess má geta að fyrrgreind sautján sjávarútvegsfyrirtæki eru áhrifamikil innan LÍÚ, Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tíu fyrirtækjanna eiga fulltrúa í fimmtán manna stjórn Landssambandsins. klemens@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira