Lífið

Sveppi og Dorrit í jólaskapi

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff tendraði ljósin á jólatré Kringlunnar og Sveppi skemmti börnunum.Fréttablaðið/pjetur
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff tendraði ljósin á jólatré Kringlunnar og Sveppi skemmti börnunum.Fréttablaðið/pjetur

Það var hátíðleg stund í Kringlunni um helgina þegar kveikt var á jólatrénu. Það var forsetafrúin Dorrit Moussaieff sem tendraði ljósin á trénu og við sama tækifæri hófst góðgerðasöfnun á jólapökkum undir jólatréð.

Gleðin skein úr andlitum barna sem voru viðstödd en auk forsetafrúarinnar mættu sjónvarpsstjarnan Sveppi og jólasveinar á staðinn og sungu fyrir börnin. Þá sungu Frostrósir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.

Frostrósir Hera Björk, Regína Ósk, Ragnheiður Gröndal og Friðrik Ómar tóku lagið.

Gleðin skein úr andlitum barnanna í Kringlunni.

Garðar Thor Cortes og Jóhann Friðgeir eru alltaf jafn heillandi.

Jólasveinarnir skutust óvænt til byggða til að gleðja krakkana.

Útgeislun Börnin laðast jafnan að Dorrit og ekki skemmdi Sveppi fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×