Inngrip hefðu getað kostað málaferli 13. apríl 2010 06:00 Geir H. Haarde Fyrrverandi forsætisráðherra telur að ekki hafi verið hægt að bjarga bönkunum árið 2008. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. „Það blasir við sem við höfum sagt að það er fyrst og fremst framferði bankanna sem verður þess valdandi að þeir fara á hausinn. Með öðrum orðum er það ekki stjórnsýslunni að kenna að svo fór. Vafalaust mátti margt betur fara en það er ekki þannig að ágallar á henni hafi orðið til þess að svo fór sem fór. Eða þá að ég hafi ekki talað nægilega mikið við viðskiptaráðherrann. Það er ekki ástæðan fyrir hruninu. Það sem við í raun og veru vorum að reyna að gera á árinu 2008 er nú komið í ljós að var ómöguleiki. Það var ekki hægt að bjarga bönkunum þegar þarna var komið sögu. Það vissum við auðvitað ekki þá en við gerðum það sem við gátum þó auðvitað megi segja: þið hefðuð átt að gera meira og þið áttuð að gera það fyrr." Geir gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum í löngu bréfi til rannsóknarnefndarinnar. Hann segir að tekið hafi verið mark á sumu en ekki öllu. „Þetta eru vissulega mikil matsatriði og þegar menn koma núna og segja: þið gerðuð ekki réttu hlutina 2008, geta þeir ekki sagt okkur hvað hefði verið rétt að gera. Og eru nú liðin eitt og hálft til tvö ár. Það voru því miður ekki augljósar ráðstafanir sem hægt var að grípa til en nefndin leggur mér til vanrækslu nokkur atriði og ég svaraði þeim öllum í bréfinu. Ég gat ekki tekið undir þau þá og geri ekki núna en með þeim orðum er ég samt ekki að víkja mér undan þeirri ábyrgð sem á mér hvílir." En bankarnir fengu að vaxa. Áttuð þið ekki að stöðva þann vöxt? „Þeir fengu að vaxa, það er undirrótin að þessu, en þeir uxu á grundvelli Evrópusambandsreglna. Það er mjög hætt við því ef við hefðum ætlað að grípa inn í og banna þeim að stækka, til dæmis með lögum, að þá hefði verið farið í málaferli við íslenska ríkið. Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 er talað um að hvergi á EES-svæðinu séu hugmyndir um að setja einhver sérstök stærðarmörk á bankana. Auðvitað voru þeir orðnir alltof stórir en það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Það eru þessar Evrópureglur og það er ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem gerði þeim kleift að fá svona mikið að láni á lágum vöxtum. Hiklaust má halda því fram að það hefði verið skynsamlegt að stoppa þetta af, til dæmis á árinu 2006 eða fyrr en það sá þetta enginn fyrir. Og við vitum líka hvernig andrúmsloftið í þjóðfélaginu gagnvart bönkunum var á þessum tíma. Það voru allir yfir sig hrifnir og ánægðir með þau háu laun sem bankarnir borguðu, þessa miklu skatta og hvað þeim virtist vegna vel, til dæmis í útlöndum." Var ríkisstjórnin undir ægivaldi Davíðs Oddssonar í Glitnismálinu? „Þegar þarna var komið var þegar komið í óefni. Glitnir hafði leitað til Seðlabankans og Seðlabankinn kom með tillögu sem ríkisstjórnin féllst á. Síðan hafa menn deilt um hvort hún hafi verið rétt eða röng en það var að mínum dómi ekki um neitt annað að ræða þá. Og við höfðum ekki forsendur til að vefengja þessa tillögu. Ég tel ennþá að þetta hafi verið það eina sem við gátum gert" Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir margt í efnahagsstjórninni, til dæmis breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Þær eru sagðar hafa verið til skaða og þú ert sagður hafa séð þann skaða fyrir en metið hann ásættanlegan svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi völdum. „Þetta er ekki rétt útlegging. Það sem ég segi í skýrslunni er að þessi ákvörðun hafi verið mistök í ljósi þess sem síðar gerðist og var ekki partur af þessari ákvörðun, Það er að segja þegar bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn með miklum hávaða og byrjuðu að keppa og dæla inn erlendu lánsfé á þennan markað. Ég óttaðist, og það er það sem ég segi í þessari skýrslu, að það gæti verið varhugavert að auka útlánamöguleika Íbúðalánasjóðs en það var samt ákveðið að gera það af ýmsum ástæðum. Þetta var mikið áherslumál hjá Framsóknarflokknum en auðvitað vissi Framsóknarflokkurinn ekki frekar en við hvernig bankarnir myndu bregðast við og það var auðvitað mjög alvarlegt og hafði mjög óheppileg áhrif. Við þetta vil ég bæta að margt sem snertir þjóðarhag er gagnrýnivert og hefði betur mátt fara en þau atriði eru ekki ástæða fyrir hruninu. " Hvernig horfir við þér að þurfa hugsanlega að verja þig fyrir landsdómi? „Komi til þess mun ég bara gera það. Alþingi fer með ákæruvaldið í þessu máli og verður þá að koma sér saman um ákæru með einhverjum ákæruliðum og ef það verður niðurstaðan þá tek ég því auðvitað. Ég reyni ekki að víkja mér undan því frekar en annarri ábyrgð sem á mér hvílir í þessu en ég legg áherslu á að þessi þingnefnd fái starfsfrið til að meta þetta og svo kemur einhver niðurstaða úr því." bjorn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008. „Það blasir við sem við höfum sagt að það er fyrst og fremst framferði bankanna sem verður þess valdandi að þeir fara á hausinn. Með öðrum orðum er það ekki stjórnsýslunni að kenna að svo fór. Vafalaust mátti margt betur fara en það er ekki þannig að ágallar á henni hafi orðið til þess að svo fór sem fór. Eða þá að ég hafi ekki talað nægilega mikið við viðskiptaráðherrann. Það er ekki ástæðan fyrir hruninu. Það sem við í raun og veru vorum að reyna að gera á árinu 2008 er nú komið í ljós að var ómöguleiki. Það var ekki hægt að bjarga bönkunum þegar þarna var komið sögu. Það vissum við auðvitað ekki þá en við gerðum það sem við gátum þó auðvitað megi segja: þið hefðuð átt að gera meira og þið áttuð að gera það fyrr." Geir gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum í löngu bréfi til rannsóknarnefndarinnar. Hann segir að tekið hafi verið mark á sumu en ekki öllu. „Þetta eru vissulega mikil matsatriði og þegar menn koma núna og segja: þið gerðuð ekki réttu hlutina 2008, geta þeir ekki sagt okkur hvað hefði verið rétt að gera. Og eru nú liðin eitt og hálft til tvö ár. Það voru því miður ekki augljósar ráðstafanir sem hægt var að grípa til en nefndin leggur mér til vanrækslu nokkur atriði og ég svaraði þeim öllum í bréfinu. Ég gat ekki tekið undir þau þá og geri ekki núna en með þeim orðum er ég samt ekki að víkja mér undan þeirri ábyrgð sem á mér hvílir." En bankarnir fengu að vaxa. Áttuð þið ekki að stöðva þann vöxt? „Þeir fengu að vaxa, það er undirrótin að þessu, en þeir uxu á grundvelli Evrópusambandsreglna. Það er mjög hætt við því ef við hefðum ætlað að grípa inn í og banna þeim að stækka, til dæmis með lögum, að þá hefði verið farið í málaferli við íslenska ríkið. Í skýrslu Seðlabankans frá því í maí 2008 er talað um að hvergi á EES-svæðinu séu hugmyndir um að setja einhver sérstök stærðarmörk á bankana. Auðvitað voru þeir orðnir alltof stórir en það eru ákveðnar ástæður fyrir því. Það eru þessar Evrópureglur og það er ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem gerði þeim kleift að fá svona mikið að láni á lágum vöxtum. Hiklaust má halda því fram að það hefði verið skynsamlegt að stoppa þetta af, til dæmis á árinu 2006 eða fyrr en það sá þetta enginn fyrir. Og við vitum líka hvernig andrúmsloftið í þjóðfélaginu gagnvart bönkunum var á þessum tíma. Það voru allir yfir sig hrifnir og ánægðir með þau háu laun sem bankarnir borguðu, þessa miklu skatta og hvað þeim virtist vegna vel, til dæmis í útlöndum." Var ríkisstjórnin undir ægivaldi Davíðs Oddssonar í Glitnismálinu? „Þegar þarna var komið var þegar komið í óefni. Glitnir hafði leitað til Seðlabankans og Seðlabankinn kom með tillögu sem ríkisstjórnin féllst á. Síðan hafa menn deilt um hvort hún hafi verið rétt eða röng en það var að mínum dómi ekki um neitt annað að ræða þá. Og við höfðum ekki forsendur til að vefengja þessa tillögu. Ég tel ennþá að þetta hafi verið það eina sem við gátum gert" Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir margt í efnahagsstjórninni, til dæmis breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Þær eru sagðar hafa verið til skaða og þú ert sagður hafa séð þann skaða fyrir en metið hann ásættanlegan svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi völdum. „Þetta er ekki rétt útlegging. Það sem ég segi í skýrslunni er að þessi ákvörðun hafi verið mistök í ljósi þess sem síðar gerðist og var ekki partur af þessari ákvörðun, Það er að segja þegar bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn með miklum hávaða og byrjuðu að keppa og dæla inn erlendu lánsfé á þennan markað. Ég óttaðist, og það er það sem ég segi í þessari skýrslu, að það gæti verið varhugavert að auka útlánamöguleika Íbúðalánasjóðs en það var samt ákveðið að gera það af ýmsum ástæðum. Þetta var mikið áherslumál hjá Framsóknarflokknum en auðvitað vissi Framsóknarflokkurinn ekki frekar en við hvernig bankarnir myndu bregðast við og það var auðvitað mjög alvarlegt og hafði mjög óheppileg áhrif. Við þetta vil ég bæta að margt sem snertir þjóðarhag er gagnrýnivert og hefði betur mátt fara en þau atriði eru ekki ástæða fyrir hruninu. " Hvernig horfir við þér að þurfa hugsanlega að verja þig fyrir landsdómi? „Komi til þess mun ég bara gera það. Alþingi fer með ákæruvaldið í þessu máli og verður þá að koma sér saman um ákæru með einhverjum ákæruliðum og ef það verður niðurstaðan þá tek ég því auðvitað. Ég reyni ekki að víkja mér undan því frekar en annarri ábyrgð sem á mér hvílir í þessu en ég legg áherslu á að þessi þingnefnd fái starfsfrið til að meta þetta og svo kemur einhver niðurstaða úr því." bjorn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira