Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júlí 2010 09:30 Fréttablaðið/Diener Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti. Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira