Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 30. nóvember 2010 06:00 Árbót í Aðaldal Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon sömdu um þrjátíu milljóna greiðslu til Árbótarhjónanna, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira