Íslenski boltinn

Grótta burstaði KA og komst upp úr fallsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Magnús Bernhard Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í 4-1 sigri á KA í fallbaráttuslag í 1. deild karla í dag. Grótta fór upp fyrir Fjarðabyggð og Njarðvík með þessum glæsilega sigri.

Magnús Bernhard Gíslason (2 mörk), Knútur Rúnar Jónsson og Grétar Ali Khan komu Gróttu í 4-0 áður en Daniel Stubbs minnkaði muninn fyrir KA.

Þetta var fjórði leikur Gróttu í röð án taps og liðið hefur fengið átta af tólf mögulegum stigum út úr þeim eftir að hafa fengið aðeins 4 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar.

KA-menn náðu ekki að fylgja eftir 3-0 sigri á Þrótti um síðustu helgi og eru nú aðeins tveimur stigum frá fallsætinu, einu stigi á undan Gróttu og tveimur stigum á undan Fjarðabyggð og Njarðvík.

Upplýsingar um markaskorara í Eyjum í dag eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×