Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði 21. desember 2010 06:00 „Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent