Sit við sauma 18. desember 2010 06:00 Elísabet Björgvinsdóttir hannar og saumar skóhlífar undir merkinu Babette. Myndir/úr einkasafni „Ég er að springa úr hugmyndum og sit við saumavélina allan daginn við borðstofuborðið mitt heima," segir Elísabet Björgvinsdóttir en hún hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku. Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun. „Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut.".Elísabet býr til sniðin sjálf. Hún notar bæði ný efni og gömul sem hún hefur safnað sér gegnum árin og skreytir skóhlífarnar með borðum og slaufum. „Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.Ég saumaði líka herðaslár áður en ég fór að sauma skóhlífarnar og þegar ég hef meiri tíma þá mun ég halda áfram með þær, en skóhlífarnar hafa tekið allan minn tíma undanfarið. Ég sit bara og sauma daginn út og inn við borðstofuborðið mitt heima," segir hún hlæjandi en skóhlífarnar hafa rokið út hjá henni eins og heitar lummur. Fyrir jólin munu skóhlífarnar fást í versluninni GK. „Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt." Nánar má forvitnast um skóhlífar Elísabetar á heimasíðunni babette.is. heida@frettabladid.is Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Ég er að springa úr hugmyndum og sit við saumavélina allan daginn við borðstofuborðið mitt heima," segir Elísabet Björgvinsdóttir en hún hannar og saumar skóhlífar undir heitinu Babette, sem er nafnið hennar á frönsku. Elísabet lærði saumaskap í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en hún hefur alltaf haft áhuga á tísku og hönnun. „Ég fór að sauma skóhlífar fyrir hálfu ári en mig hafði alltaf dreymt um að eiga svona sjálf. Skóhlífar voru notaðar kringum 1900 til að hlífa skóm. Hermenn notuðu skólhlífar og einnig voru börn sett í skóhlífar fyrir skrúðgöngur og annað. Í raun er ekki þörf á skóhlífum í dag því skór eru svo sterkir. Þetta er meira fallegt skraut.".Elísabet býr til sniðin sjálf. Hún notar bæði ný efni og gömul sem hún hefur safnað sér gegnum árin og skreytir skóhlífarnar með borðum og slaufum. „Ég á lager af efnum sem ég hef safnað og nota mörg dýrmæt „vintage" efni í skóhlífarnar eins og blúndur og kanínuskinn sem ég keypti í Portúgal þar sem ég bjó þegar ég var yngri. Eins kaupi ég efni í búðunum hér heima.Ég saumaði líka herðaslár áður en ég fór að sauma skóhlífarnar og þegar ég hef meiri tíma þá mun ég halda áfram með þær, en skóhlífarnar hafa tekið allan minn tíma undanfarið. Ég sit bara og sauma daginn út og inn við borðstofuborðið mitt heima," segir hún hlæjandi en skóhlífarnar hafa rokið út hjá henni eins og heitar lummur. Fyrir jólin munu skóhlífarnar fást í versluninni GK. „Ég er alveg himinlifandi með það, en þau föluðust eftir línuni minni núna fyrir jólin. Draumurinn er auðvitað að stækka við mig en þetta hefur gengið vel, ég er þakklát fyrir það. Góðir hlutir gerast hægt." Nánar má forvitnast um skóhlífar Elísabetar á heimasíðunni babette.is. heida@frettabladid.is
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira