Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur 21. desember 2010 03:00 fulltrúar Rannsókn á baráttu frambjóðenda til stjórnlagaþings var gerð áður en úrslit voru ljós og var því engar upplýsingar að hafa um þá frambjóðendur sem náðu kjöri.Fréttablaðið/Anton Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira