Vilja bæta árangur drengja í skólum 18. ágúst 2010 05:15 sóley tómasdóttir Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva Fréttir Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva
Fréttir Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira