Viðskipti erlent

Telur að Rússar hafi ætlað að knésetja húsnæðislánarisa

Hank Paulson sést hér með Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Mynd/AFP
Hank Paulson sést hér með Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Mynd/AFP
Hank Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna fullyrðir í ævisögu sinni sem kemur á morgun að Rússar hafi lagt til við Kínverja að ríkin myndu selja skuldabréf sín gefin út af bandarísku húsnæðislánarisunum Fannie Mae og Freddie Mac og þannig knésetja fyrirtækin.

Kínverjum hafi hins vegar ekki hugnast hugmyndin og kveðst Paulson hafa verið afar feginn. Hins vegar hafi hann verið afar ósáttur við framgöngu Rússa. Fjallað er um bók Paulsons í vef Financial Times í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×