Íslenski boltinn

Góð úrslit fyrir Ísland - Jafnt í Tékklandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U21 árs liðs Íslands.
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U21 árs liðs Íslands. Fréttablaðið/Valli
Tékkland og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni U21 árs liða fyrir EM á næsta ári. Þetta þýðir að ef Ísland vinnur Tékkland á þriðjudaginn er liðið öruggt um sæti í umspili um laust sæti á EM.

Þjóðverjar léku með mjög ungt lið í leiknum en það á ekki möguleika á að komast áfram.

Íslandi gæti þó dugað jafntefli en þá þurfa önnur úrslit að vera hagstæði. Ísland getur unnið riðilinn með sigri.

Ljóst er að nokkra lykilmenn U21 árs liðsins vantar í leiknum en þrír þeirra sem léku leikinn gegn Þjóðverjum verða í banni.

Eggert Gunnþór Jónsson, Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru í banni en reyndar eru bæði Eggert og Jóhann í byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Noregi í kvöld.

Auk þess eru Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði kvöldsins en þeir léku leikinn gegn Þjóðverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×