Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar 4. ágúst 2010 04:00 Stjórnendur Magma Energy hafa þegar kannað lagaleg úrræði stöðvi stjórnvöld kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir framkvæmdastjóri Magma á Íslandi. Hann segir of snemmt að ræða mögulega bótakröfu. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is Björk Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræðunni sem ekki eigi við rök að styðjast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslendingar á bak við Magma, það er algerlega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hannes Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrirtæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síðast þann 19. júlí að engir Íslendingar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rannsaka eigi lögmæti kaupa dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórnin ætli sér að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórnvöld með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræðum. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is
Björk Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira